Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1178  —  168. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum um útlendinga, nr. 96 15. maí 2002.

(Eftir 2. umr., 10. mars.)


1. gr.

    2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Um útlendinga sem falla undir EES-samninginn eða stofnsamning EFTA gilda sérreglur, sbr. ákvæði VI. kafla.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Útlendingur, sem fellur undir reglur EES-samningsins (EES-útlendingur) eða stofnsamnings EFTA (EFTA-útlendingur), má koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu hans til landsins, eða allt að sex mánuðum ef hann er í atvinnuleit. Dvöl í öðru norrænu landi skal ekki draga frá dvalartímanum.
     b.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Útlendingur, sem hvorki er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis né aðstandandi slíks borgara, má koma til landsins án sérstaks leyfis til að veita þjónustu í allt að 90 starfsdaga á almanaksári hafi hann leyfi sem jafngildir óbundnu atvinnuleyfi í EES- eða EFTA-ríki og er ráðinn hjá aðila sem veitir þjónustu og hefur staðfestu eða starfsemi þar.
     c.      Í stað orðsins „EES-útlendingur“ í 2. mgr. (sem verður 3. mgr.) kemur: EES- eða EFTA-útlendingur.

3. gr.

    Í stað orðsins „EES-útlendingur“ í upphafi 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: EES- eða EFTA-útlendingur, þó ekki útlendingur sem greinir í 2. mgr. 35. gr.

4. gr.

    Í stað orðsins „EES-útlendingi“ í 1. og 3. mgr. 42. gr. og 1. og 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: EES- eða EFTA-útlendingi.

5. gr.

    Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Sérreglur um útlendinga sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.